Skrifað af Afstaða - félag fanga

Í fangelsinu á Litla – Hrauni hefur verið gripið til þess ráðs að vista fanga saman í klefa þar sem fangelsið er nú yfirfullt. Sömu sögu er að segja frá öðrum fangelsum landsins. Þó hefur ekki verið gripið til þess ráðs að vista menn saman í klefa fyrir utan Hegningarhúsið í Reykjavík sem þjónar hlutverið móttökufangelsis. Þar eru menn vistaðir við þessar aðstæður í stuttan tíma. Sú starfssemi hefur verið á undanþágu í nokkurn tíma.
     Á meðan fangelsismálastofnun ríkisins virðist standa ráðþrota frammi fyrir aukningu refsivista fanga er það mat stjórnar AFSTÖÐU – félags fanga að þetta bjóði hættunni heim. Hætta á ofbeldi og þá kannski kynferðisleguofbeldi, sem ekki hefur verið mikið af í fangelsum landsins svo vitað sé, þó grunur um slíkt ofbeldi hafi vaknað á síðustu árum. Hér er um mikla afturför að ræða. Eineltisáætlun fangelsismálastofnunnar frá árinu 2004 er allgjörlega virt af vettugi, sem að auki skapar mun erfiðari starfsgrundvöll fyrir þá sem vinna í fangelsum landsins.


     „Úrræðaleysi fangelsismálastofnunnar helgast því af þröngsýni og íhaldssamri stefnu sem rekin er með gróðasjónamiðum af markmiði og langt frá því sem markmiði sem stofnunnin hefur lagt fram“, segir í áliti frá stjórn AFSTÖÐU.
     Eins og áður hefur verið sagt er fangelsi landsins nú orðin troðfull og biðlisti eftir afplánun langur. „Væri ekki nær að veita þeim sem uppfylla lagarákvæðið um reynslulausn helming, þannig að hægt væri að koma þeim sem eru hættulegir fyrir samfélagið fyrr inn til afplánunar“. Hér er verið að vísa til 63. gr laga nr. 49/2005, þar sem segir að fangelsismálastofnun geti veitt fanga reynslulausn á helming ef hegðun hans og framkoma í fangavist er með ágætum (takið eftir með ágætum, ekki til fyrirmyndar) sem nokkrir fangar nú þegar fullnægja.
     „Enn önnur leið fyrir fangelsismálastofnun til að rýmka til í fangelsum er að vista fanga á meðferðar- eða sjúkrastofnun, sem kemur hvort eður ei ekki til greina fyrr en við lok afplánunar. Fjöldann allan af umsóknum byggðar á mati sérfræðinga hafa verið hafnað af hálfu stofnunarinnar. Hér er sem sagt vísvitandi sniðgengið mat sérfræðinga“, segir í lok áliktar stjórnar AFSTÖÐU um yfirfull fangelsi.
     Við þetta má svo bæta að eftir að áfangaheimili Verndar tók þá ákvörðun að hafna kynferðisbrotamönnum um vist á heimilinu hafa þeir að öllu jöfnu þurft að taka út dóm sinn í fangelsinu á Litla – Hrauni. Þar af leiðandi hefur ekki verið mikil endurnýjun á plássum þar. Því hefur boðlisti til afplánunar lengst. Ekki hefur enn fengist lausn á þessum vistunarvanda hjá fangelsismálastofnun, þó er augljóslega verið að brjóta jafnræðisreglu Stjórnsýslulaga með þessu, að vísa einum brotaflokki frá.