Of­beldi og vopna­b­urður meðal fanga hef­ur auk­ist mjög inn­an veggja fang­elsa lands­ins síðastliðin ár. Hafa bæði fang­ar og fanga­verðir orðið fyr­ir al­var­legu heilsutjóni. Uppi er há­vær krafa um auk­inn varn­ar­búnað meðal fanga­varða, högg- og hnífa­vesti, auk þess sem rætt hef­ur verið um aðgengi að raf­byss­um, svo­kölluðum Ta

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir nýj­an veru­leika tek­inn við, vopn finn­ist nú reglu­lega í klef­um og sam­eig­in­leg­um rým­um fang­elsa.

„Fyr­ir nokkr­um árum var þetta nán­ast óþekkt. Mér ber fyrst og fremst skylda til að gæta ör­ygg­is míns starfs­fólks. Við höf­um mjög tak­markaðan áhuga á að vopn­ast í fang­els­un­um en þurf­um aug­ljós­lega að end­ur­skoða verklag okk­ar. Og hugs­an­lega þurf­um við að breyta regl­um hvað viðkem­ur um­gengni við til­tekna hópa, það er að segja þá sem eru að búa til heima­gerð vopn og bera á sér,“ seg­ir hann og bend­ir á að vopn­in séu oft búin til úr plexí­glers­brot­um, sag­ar­blöðum, skrúf­járn­um, skrúf­um og nögl­um. Í raun megi segja að allt sé notað, kom­ist fang­ar í íhluti.

 

„Þetta eru oft­ar en ekki vopn sem hægt er að bana mönn­um með, hið minnsta valda al­var­legu lík­ams­tjóni,“ seg­ir Páll og bend­ir á að sein­ast hafi verið ráðist á fanga­vörð fyr­ir um mánuði og átti sú árás sér stað á Litla-Hrauni. Vopn­um hef­ur þó til þessa enn ekki verið beitt gegn fanga­vörðum.

Páll seg­ir nú til skoðunar að fanga­verðir klæðist högg- og hnífa­vesti við al­menn störf. Er um að ræða varn­ar­búnað áþekk­an þeim sem lög­reglu­menn klæðast. „En þetta kall­ar á fjár­magn eins og allt annað,“ bæt­ir hann við.

Ung­ir of­beld­is­menn

Morg­un­blaðið sótti fang­elsið á Hólms­heiði heim sl. þriðju­dag í þeim til­gangi að kynna sér starfs­um­hverfi fanga­varða.

Hall­dór Val­ur Páls­son for­stöðumaður fang­els­is­ins seg­ir kyn­slóðaskipti nú eiga sér stað meðal af­brota­manna. Ung­ir ís­lensk­ir karl­menn, fædd­ir um og eft­ir árið 2000, hiki ekki við að beita grófu lík­am­legu of­beldi og grípi þá ósjald­an til vopna. „Það er meira norm í dag að bera vopn en áður. Þess­ir menn telja einnig mik­il­vægt að láta aðra vita að þeir séu alla jafna með vopn á sér.“

Þá var hóp­ur fanga staðinn að því að und­ir­búa árás á fanga­vörð með því að ætla að skvetta á hann heitri olíu í sam­eig­in­legu rými.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/11/24/vopnaburdur_storaukist_medal_fanga/