Arna Arinbjarnadóttir, Þorbjörg Valgeirsdóttir og Sara Ósk

 

Starfsfólk VOR-teymis Reykjavíkurborgar heimsóttu Vernd mánudaginn 14. júní í þeim tilgangi að styrkja samband og samvinnu við úrræði Verndar. Vernd hefur verið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg í 60 ár. Farið var yfir hlutverk og tilgang Verndar og mikilvægi samtakanna. Samstarf Verndar og Reykjavíkurborgar hefur verið einstakt og farsælt í áratugi. VOR-teymið er vetfangs- og ráðgjafateymi sem er skilgreint sem færanlegt teymi skipað þverfaglegum hópi sérfræðinga sem aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefna og geðvanda. Veitir teymið einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning á meðan afplánun stendur, inni í fangelsum sem og utan fangelsa. 

 

Það er ljóst að samvinna Verndar og VOR-teymis er mikilvægt og í raun hefur margt breyst til batnaðar eftir að teymið hóf störf. Rúmlega 60 % af skjólstæðingum Verndar eru með lögheimili í Reykjavík og hluti þeirra eru í mikilli þörf fyrir stuðning. Með tilkomu VOR-teymis hafa skjólstæðingar Verndar sem þegar eru í fangelsi betri aðgang að upplýsingum um framvindu sinna mála og hvaða möguleikar eru til staðar þegar þeir losna úr fangelsi.

 

Eftir hlé í nokkur ár fengu samtökin fulltrúa Reykjavíkurborgar skipaðan að nýju í húsnefnd Verndar sem voru mikil gleði tíðindi fyrir samtökin . En þær Íris Ósk Ólafsdóttir og Dóra Guðlaug Árnadóttir félagsráðgjafar Reykjavíkurborgar sitja nú húsfundi Verndar vikulega þar sem farið er yfir málefni og stöðu þeirra sem dvelja á Vernd og þá sem sækja um dvöl. Þær hafa yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum sem nýtist húsnefndinni vel.