Skáldsagan “Rimlar hugans” er lýsandi fyrir þær spurningar sem stór hópur manna reynir að svara um upphaf og endi á ógæfu og þrengingum í lífi sínu. Hér er á ferðinni þrungin frásögn úr kolsvörtu djúpi mannlegs breyskleika, þar sem ást og veikleikar spila á strengi. Þar sem fíknisjúkdómur sverfur til stáls, en gerir ekki upp á milli manna, stöðu þeirra né menntunar. Þegar mennirnir hittast fyrir tilviljun ( eða var það tilviljun ) þá hafa tveir ólíkir menn farið sömu leið til að finna frelsið og það eftir þrúgandi uppgjör við sjálfan sig. Einar Már Guðmundsson tjáir með snilldarlegum hætti gagnrýni á sjálfan sig,  á samtíðarmenn sína og blindu þeirra á eigin ágæti. Hér fer saman skáldskapur sem er í raun sannleikur,  þar sem persónur bókarinnar reyna að byggja framtíð sína á reynslu úr fortíð sinni, í von um frelsi. Bókin er  í senn kómísk og grafalvarleg, fléttar atburðarásir sem í fyrstu virðast ekkert eiga sameiginlegt.
 
Þráinn Bj. Farestveit

http://www.forlagid.is/Forsida/Article.aspx?id=3541