Fangelsismálastofnun ríkisins

 

Í ljósi þess að Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar þá virkjast einnig neyðarstig viðbragðsáætlunar fangelsanna

 

Á neyðarstigi er gripið til róttækra aðgerða í fangelsunum sem eru afar íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigandi, en aðgerðirnar eru nauðsynlegar og farið í þær til að tryggja öruggan rekstur fangelsanna.

Þær aðgerðir sem snúa að föngum og aðstandendum þeirra eru eftirfarandi:
Allar heimsóknir til fanga eru felldar niður að svo stöddu. Daglega er það endurskoðað hvort það ástand varir áfram.
Allar aðrar gestakomur hvort sem það eru AA menn, sponsorar, námskeiðshaldarar, skemmtikraftar eða annað sambærilegt er stopp þar til annað er ákveðið.
Fyrirhuguðum dagsleyfum og skammtímaleyfum fanga er nú þegar frestað.
Fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa nema í ítrustu neyð.

Daglega endurskoðar yfirstjórn Fangelsismálastofnunar þessar aðgerðir og metur það hvort tilefni sé til að grípa til frekari aðgerða eða hvort unnt sé að aflétta einhverjum þeirra.