Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 5, júni kl 18.00

( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði ( Vímulaus æska / Foreldrahús )

 

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

 

Þráinn Farestveit

Hannes Þ. Sigurðsson


Góður drengur er fallinn frá og við sem höfum starfað með honum minnumst hans með hlýhug en Hannes Þ. Sigurðsson hafði verið félagslegur endurskoðandi Verndar í áratugi. Hannes Þ. Sigurðsson lést á skírdag. Hann fæddist 3. júlí 1929, lauk verslunarprófi frá VÍ 1948 og stundaði framhaldsnám í Verslunarháskólanum í Stokkhólmi til 1950.

Sama ár hóf hann störf hjá Sjóvá, síðar Sjóvá-Almennum, og starfaði þar allan sinn starfsaldur.

Hannes var virkur í félagsmálum íþrótta og verkalýðs og sat þar í ýmsum stjórnum, svo sem stjórn ÍSÍ lengst allra frá 1955 til 1994, varaforseti lengst af. Hann sat í stjórn VR frá 1955 til 1983, lengst af sem ritari og varaformaður frá 1980. Hannes sat í stjórn LV um árabil. Hann var einn stofnenda Verslunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, og um skeið varamaður í stjórn.
Hann var knattspyrnu- og handboltadómari í áratugi, meðal annars á erlendum vettvangi, og fyrstur íslenskra knattspyrnudómara til að bera merki FIFA. Hann sat lengi í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og hverfisstjórn. Hann skrifaði íþróttafréttir í Morgunblaðið og Vísi og var ritstjóri tímaritsins Allt um íþróttir. Hann var heiðursfélagi margra félaga og sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1997.
Eftirlifandi kona hans er Margrét Erlingsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn, Sigurð, Kristínu og Erling, sjö barnabörn og sjö barnabarnabörn.


Stjórn og starfsmenn Verndar vottar fjölskyldu, vinum og ættingjum dýpstu samúðarkveðjur

Fundur með innanríkisráðherra


þráinn FarestveitFormaður og framkvæmdastjóri Verndar fóru á fund með innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í dag 11. febrúar. Á fundinum var farið yfir málefni Verndar og ráðherra kynnt stefna félagasamtakanna, saga og framtíðarsýn. Einnig var farið yfir rekstrarfyrirkomulag Verndar og framtíðarhorfur í fangeslsismálum. Úrræði Verndar hefur verið meira og minna fullt síðustu 2 árin og úrræðið fyllilega staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru. Vernd hefur nú starfað í rúmlega 50 ár og miklar kröfur gerðar til mögulegrar endurhæfingar þeirra sem þangað koma. Einnig hefur Vernd gert ríkari kröfur um starfsendurhæfingu þeirra sem ekki geta sinnt hefðbundnum störfum og hafa ekki verið færir um að vinna hefðbundna vinnu. Á fundinum í dag fékk innanríkisráðherra að heyra sjónarmið Verndar varðandi málefni fanga sem taka út dóma á Vernd. Að lokum þakkaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fyrir áhugaverða kynningu á starfsemi Verndar. 

Á mynd:  Elsa Dóra Grétarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir,  Þráinn Farestveit

Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og er gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í 9 byggingum, sem einfaldlega nefnast Hús 1, Hús 2 o. s.frv

Litla Hraun / Þráinn

Hús 1 var tekið í notkun 1980 sem einangrunardeild og frá 1996 er það einnig notað fyrir gæsluvarðhald. Hús 2, sem er fyrsta byggingin á staðnum var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins í hinum íslenska burstabæjarstíl og átti upphaflega að vera sjúkrahús en það koma ekki til þess. Í Húsi 2 er aðstaða lækna og hjúkrunarfræðinga og þar er jafnframt heimsóknardeild með 12 herbergjum. Hús 3 var tekið í notkun árið 1972 með 22 klefum og endurnýjað á árinu 1999. Hús 4 var tekið í notkun árið 1995. Þar eru 5 álmur með 11 klefum hver. Í öðrum byggingum eru skrifstofur, verkstæði og önnur starfsemi. Til afþreyingar er í fangelsinu líkamsræktaraðstaða, bókasafn, fönduraðstaða og billiardborð. Á lóð eru fótboltavöllur, göngubraut og körfuboltaaðstaða.

Vinna fanga: Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Nánari upplýsingar og myndir af framleiðsluvörum.

Nám: Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í fangelsinu, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum.

Fjárhagsaðstoð fanga

Verndarmenn fá fjárhagsaðstoð

Fella úr gyldi ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun á Vernd eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð.

Ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð verður afnumin. Umboðsmaður borgarbúa tók til skoðunar umrætt ákvæði sem komið var á í september 2009 "til að skýra stöðu þeirra umsækjenda um fjárhagsaðstoð sem afplána refsidóma," eins og segir í greinargerð velferðarsviðs. Greinargerðin fylgdi tillögu, sem borgarráð samþykkti í gær, um að fella regluna út.

Fram kom að flestar umsóknir frá föngum um fjárhagsaðstoð komi frá þeim sem dvelja á áfangaheimilinu Vernd. Velferðarsvið borgarinnar segir að Fangelsismálastofnun beri ábyrgð á að þeir fangar eins og aðrir hafi fæði, húsnæði og aðrar nauðsynjar. Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í máli manns sem dvaldi á Vernd að ákvæðið sem útilokaði fanga í afplánun frá fjárhagsstoð stæðist ekki grundvallarreglur um jafnræði borgaranna og rétt til félagslegrar aðstoðar.

Fréttablaðið- gar

 

Þráinn Farestveit