ARKÍS arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Dómnefnd kynnti þær tillögur sem bárust í samkeppnina við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Dómnefnd skipuðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður og sérfræðingur í innanríkis-ráðuneytinu, Páll E. Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður af ráðherra, Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður af ráðherra og tilnefndur af hálfu Arkitektafélags Íslands, Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir arkitektar. Alls bárust átján tillögur, þar af tíu erlendis frá. Fyrstu verðlaun í samkeppninni fékk tillaga frá arkitektastofunni Arkís, höfundar hennar eru Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson arkitektar. Ráðgjafar voru Birgir Teitsson, Egill Guðmundsson og Friðrik Friðriksson arkitektar. Önnur verðlaun hlaut tillaga frá Arkitektur.is og þriðju verðlaun hlaut tillaga frá Teiknistofunni Tröð ehf. Sjá nánari upplýsingar á vef innanríkisráðuneytisins.
Fangelsi er tiltölulega nýtt úrræði til lausnar á vanda vegna afbrota í samfélaginu. Franski þjóðfélagshugsuðurinn Michel Foucault hélt því fram að refsingar hafi áður fyrr beinst að líkamanum en síðan hafi sálin tekið við sem viðfang refsingarinnar. Þetta birtist okkur í margvíslegum líkamlegum refsingum fyrri tíma eins og húðstrýkingum, brennimerkingum og aflimunum en varðhald eða vistun til lengri tíma var fátíðara úrræði. Skógganga eða útlegð brotamanna tíðkaðist þó sums staðar, meðal annars hér á landi á þjóðveldisöld. Í dag er hins vegar algengara að dómþolar þurfi að verja fyrirfram skilgreindum tíma í vist eða gæslu bak við lás og slá og dýrmætur tími tapast því frá hringiðu samfélagsins á meðan.
Sú ráðstöfun sem gripið hefur verið til á Litla-Hrauni, að vista fanga saman í klefa, er tímabundin að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Hann segir að það sé aðeins í fáum klefum sem þetta sé gert. Páll segir að þetta sé gert þar sem fangelsið á Akureyri sé lokað tímabundið vegna framkvæmda. Þeim framkvæmdum lýkur fljótlega og þá verða tiltæk að nýju tíu rými fyrir fanga í afplánun á Akureyri. Páll segir að þá verði ekki lengur þörf fyrir að vista fanga saman í klefa."Ástæðan fyrir því að gripum til þessarar ráðstöfunar var að tryggja að þeir sem eigi að afplána dóma geti hafið afplánun á réttum tíma," segir PállÍ yfirlýsingu á vef Afstöðu, félags fanga, segir að þetta fyrirkomulag bjóði heim kynferðisofbeldi. Yfirlýsinguna má lesa hér.Páll segir hins vegar að þeir fangar sem þurfi að deila klefa með öðrum séu vandlega paraðir saman til þess að sem minnstar líkur séu á árekstrum. Þá taki fangelsisyfirvöld einnig tillit til athugasemda frá föngum, finnist þeim öryggi sínu ógnað með þessari ráðstöfun.