Fundur á Litla-Hrauni

Fundur um samvinnu Almannavarna og fangelsisyfirvalda vegna jarðskjálftans 29. maí 2008 var haldinn á Litla-Hrauni sl. miðvikudag. Jafnframt var í gær haldinn fundur með aðstoðarmönnum dóms- og menntamála um ýmis málefni m.a. afleiðingar jarðskjálftans, menntunarmál fanga, stöðu geðsjúkra sakhæfra fanga o.fl.
 
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi fundaði á Litla-Hrauni sl. miðvikudag ásamt fulltrúum fangelsisyfirvalda. Fundurinn var haldinn að beiðni forstjóra Fangelsismálastofnunar en fundarefnið var samvinna Almannavarna og fangelsisyfirvalda vegna jarðskjálftans 29. maí sl. Fundinn sátu forstjóri Fangelsismálastofnunar, Páll E. Winkel, Halldór Valur Pálsson, fulltrúi Fangelsismálastofnunnar, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, auk Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns og Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra.

Heimsókn adstodarmanna dóms- og menntamalaradherra á Litla-Hraun 26. juni 2008. Þá var jafnframt haldinn fundur á Litla-Hrauni í gær þar sem mættu Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Erlendur S. Baldursson aðstoðarmaður forstjóra Fangelsismálastofnunar, Þórir Hrafnsson aðstoðarmaður dómsmála-ráðherra, Skúli Gunnsteinsson lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Arna Hauksdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Örlygur Karlsson, skólastjóri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns. Gestir skoðuðu fangelsið og að því loknu var fundað um öryggismál, menntunarmál, stöðu geðsjúkra sakhæfra fanga, afleiðingar jarðskjálftans og önnur málefni fangelsiskerfisins

Fjárlaganefnd Alþingis

Fjárlaganefnd Alþingis heimsótti Fangelsið Litla-Hraun í dag. Forstjóri Fangelsismála-stofnunar, Páll E. Winkel og forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, Margrét Frímanns-dóttir, funduðu með nefndarmönnum og sýndu þeim fangelsið.
 

Á fundinum var farið yfir þau mál sem efst eru á baugi á Litla-Hraun svo sem uppbyggingu fangelsisins. Fjárlaganefnd óskaði eftir að fá að heimsækja fangelsið.

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 5. júní kl.18:00

( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði  ( Vímulaus æska / Foreldrahús )
 

Dagskrá:


1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Samvinna dóms- og kirkjumálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um starfrækslu meðferðargangs á Litla-Hrauni

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, staðfestu í dag að ráðuneytin munu hafa með sér samstarf um að fjármagna rekstur svokallaðs meðferðargangs í Fangelsinu Litla-Hrauni.

Ráðuneytin munu ganga frá sérstöku samkomulagi sín á milli um fjármögnunina sem nemur 7,5 milljónum króna fyrir hvort ráðuneyti, samtals 15 milljónir króna það sem eftir er ársins 2008. Með þessari fjármögnun er rekstrargrundvöllur meðferðargangsins tryggður.

Samhliða þessum samningi mun Fangelsismálastofnun skilgreina markmið og árangursmælingu verkefnisins.

Þá verður sett á laggirnar samráðsnefnd ráðuneytanna sem mun vinna að heildarstefnumótun í þessum málum.

Sameiginleg æfing sérsveitar fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumanna frá embætti lögreglustjórans á Selfossi

Fangelsismálastofnun vinnur að því að gera sérsveit fangavarða enn betur í stakk búna fyrir þau krefjandi verkefni sem upp geta komið í fangelsum. Þann 12.4.2008 var haldin sameiginleg æfing sérsveitar fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumanna hjá embætti lögreglustjórans á Selfossi.

Á æfingunni sem tókst mjög vel voru sett á svið atvik sem upp geta komið í fangelsum og grípa verður inn í bæði til að tryggja öryggi starfsmanna og fanga. Gott samstarf er við lögregluna á Selfossi og var æfingin m.a. liður í eflingu þess samstarfs.