Afstaða heimsækir fangelsin

Afstaða
Afstaða, RETS frá Finnlandi, WayBack frá Noregi, IPS, Compassion Prison Project í Bandaríkjunum og LL Yale School of Medicine heimsóttu í dag íslensk fangelsi í boði Afstöðu, Traustan Kjarna og Fangelsismálastofnunar ríkisins.
Markmiðið með vettvangsferðinni er að efla samstarf og samtal um jafningjastuðning og kanna leiðir til að bæta hann innan fangelsiskerfisins.
Á döfinni er stofnun norrænna samtaka um jafningjastuðning, sem einnig munu vinna að auknum þrýstingi fyrir bættri endurhæfingu fanga.
Ferðin gekk afar vel og ríkti mikil ánægja í hópnum, ferðin lofar góðu um framhaldið og skapar jarðveg fyrir öflugt samstarf til framtíðar.
 
 
Þráinn Farestveit