Í Verndarblaði árið 2017 var fjallað um sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Nor- egi „tengslanet eftir afplánun“ (nettverk etter soning) sem Afstaða hafði fylgst með um nokkurt skeið. Verkefni þetta hefur verið þróað í áratug og varð á sínum tíma hluti af norskri stefnu um farsæla endur- komu fanga út í samfélagið eftir afplánun, þar sem m.a. var lögð áhersla á samvinnu ríkis og sveitarfélaga ásamt frjálsum fé- lagasamtökum. Knut Storberget, fyrr- verandi dómsmálaráðherra Noregs hafði forgöngu um breytta stefnu þar í landi til að rjúfa þann samfélagslega vítahring sem ítrekaðar endurkomur einstaklinga í fangelsi eru.

Knut Storberget kom hingað til lands í janúar 2016 og hélt vel sóttan fyrirlestur um norsku stefnumótunina „dómar með tilgang“ (straff som virker) en að honum loknum voru pallborðsumræður um er- indið. Hægt er að horfa á erindi Knut Storberget í heild sinni á Youtube-rás Afstöðu, en ljóst er að breytt stefna - frá refsingu til betrunar - hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í Noregi. Með því að aðstoða einstaklinga við að feta sig í samfélaginu, ekki aðeins að lokinni afplánun dóms heldur fyrst og fremst eftir langa andsamfélagslega hegðun, þá skilar það sér í færri afbrotum og nýtum sam- félagsþegnum sem annars væru áfram baggi á samfélaginu með tilheyrandi kostnaði.

Í lok síðasta árs komu síðan til landsins fulltrúar Rauða krossins í Noregi sem sjá um sjálfboðaverkefnið og kynntu það í höfuðstöðvum Rauða krossins hér á landi. Ítarlega var fjallað um kynn- inguna í Speglinum á Rás 1 og 2, en einnig birti Stöð 2 viðtal við Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra

Fanginn á ekki að vera einn úti í móa heldur með öðru fólki.

page25image16202784

Rauða krossins á Íslandi og Guro Sollien Eriksrud, fulltrúa Rauða krossins í Noregi sem hefur haft veg og vanda af svoköll- uðu „skuldaverkefni“ (gjeldsprosjektet). Reynslan í Noregi hefur nefnilega leitt í ljós að skuldahali þeirra sem Rauði krossinn ætlaði að styðja út í samfélagið hefur ítrekað komið í veg fyrir að þeir nái fótfestu og reynst fjötur um fót.

Rauði krossinn á Íslandi skoðar nú alvarlega hvort grundvöllur sé fyrir sambærilegu verkefni hér á landi, með reynsluna í Noregi að leiðarljósi. Haldnir hafa verið fundir með ríki og sveitarfélögum að undanförnu, en einnig Afstöðu, þar sem skoðuð hefur verið þörfin fyrir slíkt verkefni og með hvaða hætti að því yrði staðið ef af verður. Að ósk Rauða krossins var lagður spurningalisti fyrir fanga þar sem kannaður var áhugi á stuðningi eftir afplánun og kom í ljós að verulegur áhugi var meðal fanga á þátttöku í verkefninu. Niðurstöður könnunarinnar styðja það sem talið var,

að hér á landi sé jafnmikil þörf á stuðningi til samfélagslegrar þátttöku og veittur hefur verið í Noregi undanfarinn áratug.

Í Noregi er stuðningur eftir afplán- un lykill að betrun; þar sem tilgangur fangelsiskerfis og dóma er að byggja upp einstaklinga til jákvæðrar þátttöku í sam- félaginu, bæði meðan á afplánun stendur en ekki síður að henni lokinni. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem munu ekki grípa þann björgunarkút í fyrstu, en oft er það svo að eftir því sem einstaklingar sökkva dýpra því betur sjá þeir tilganginn með að velja leið betrunar. Valið milli tveggja ólíkra leiða á nefnilega að vera skýrt strax í upphafi afplánunar dóms, þar sem hægt er að velja betrunarleið í stað refsivistar. Velji einstaklingar betrunarleiðina þurfa skilaboð samfélagsins jafnframt að vera skýr; við sem samfélag munum veita þér allan þann stuðning sem þarf til að þú getir verið hluti af okkar samfélagi. Það hlýtur enda að vera tilgangur dóma.