Er utangarðsfólk og heimilisleysi vandi Reykjavíkur?

Nýleg úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar leiddi í ljós að í Reykjavík eru 179 einstaklingar heimilislausir eða utangarðs. Sambærileg úttekt var gerð árið 2009 og þá féll 121 einstaklingur undir skilgreininguna, aukning í hópnum er því liðlega 30% á þremur árum. Ekki eru allir þessir einstaklingar Reykvíkingar samkvæmt Þjóðskrá, en þeir halda þó flestir til í Reykjavík. Fjölmennasti hópur utangarðsfólks á við margháttaðan félagslegan vanda að stríða þ.m.t. fíknivanda og geðsjúkdóma. Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2008 verið með sérstaka stefnu í málaflokknum. Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld stóraukið þjónustu við hópinn og reka nú fjögur sértæk langtímabúsetuúrræði fyrir 25-29 einstaklinga sem áður voru í neyðarskýlum.

Ólöf Birna Björnsdóttir nemi og Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráðgjafi

Í langan tíma hefur Reykjavíkurborg greitt kostnað vegna reksturs Gistiskýlisins við Þingholtsstræti og Konukots. Gistiskýlið getur rúmað allt að tuttugu heimilislausa reykvíska karlmenn og Konukot átta reykvískar konur. Einstaklingar, með lögheimili utan Reykjavíkur, hafa einnig notið góðs af neyðarskýlum borgarinnar þegar húsrúm leyfir. Þar til nýlega hafa þessi úrræði náð að þjónusta þá sem leita eftir gistingu, en nú er svo komið að ásókn í næturgistingu í Gistiskýlinu hefur aukist svo mjög, að vísa hefur þurft einstaklingum frá gistingu. Karlmenn sem eru á götunni í Reykjavík með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa því að leita á náðir fangageymslu lögreglunnar með húsaskjól eða hreinlega sofa úti.

 Auka þarf fjölbreytni

Í huga höfunda er vandinn víðtækari en svo að lausnin felist í að fjölga neyðarrúmum og stækka gistiskýli. Mikilvægt er að auka fjölbreytni í búsetúrræðum s.s fleiri langtímabúsetuúrræði þar sem vímuefnabindindi er ekki skilyrði. Þá þarf einhvers konar „edrúskýli" þar sem einstaklingar sem eru að byrja að takast á við vímuefnavanda sinn, geta verið í vímulausu umhverfi þar sem sérhæft starfsfólk er á vaktinni. Það þarf sérhæft úrræði fyrir tvígreindar konur og öldrunar/hjúkrunarrými fyrir virka alkóhólista svo einhver dæmi séu nefnd. Einnig þarf að stórauka framboð á ódýru leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, því hluti af hópnum sem sækir sér neyðargistingu á ekki endilega við vímuefnavanda að stríða eða alvarlegar geðraskanir, þeir eru „bara" fátækir.

Það er staðreynd að fólk sem er í neyslu vímuefna eða áfengis leitar til höfuðborgarinnar hér á landi eins og annars staðar. En á þá heimilisleysi og utangarðsfólk eingöngu að vera vandi höfuðborgarinnar? Sveitarfélög á Íslandi eru 75 talsins og aðeins eitt þeirra hefur byggt upp úrræði fyrir utangarðsfólk. Í 46. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkurborg borið ein kostnað af rekstri neyðargistiskýla fyrir heimilislausa sem þar til nú hafa þjónustað utangarðsfólk af allri landsbyggðinni.

Heimilislausum fjölgar

Mörg sveitarfélög setja enn það sem skilyrði fyrir þjónustu, að viðkomandi hafi farið í meðferð og sé í bataferli. Í 50 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að félagsmálanefndir sveitarfélaga skuli hlutast til um að áfengissjúkir og þeir sem misnota áfengi eða aðra vímugjafa fái viðeigandi meðferð og aðstoð. Okkar túlkun á þessari grein er sú að sveitarfélögum beri skylda til að mæta skjólstæðingum sínum þar sem þeir eru staddir og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Sú hugmyndafræði sem reynst hefur vel í vinnu með utangarðsfólki er skaðaminnkandi nálgun. Grunnhugmynd skaðaminnkunar er virðing fyrir einstaklingum, að minnka skaðann af því líferni sem þeir lifa og veita þeim þjónustu án skilyrða um edrúmennsku. Langtímabúseta þar sem vímuefnaneysla er leyfð, er skaðaminnkandi úrræði sem Reykjavíkurborg hefur þróað í auknum mæli undanfarin misseri og hefur gefið góða raun.

Heimilislausum einstaklingum fer fjölgandi. Það er orðið tímabært að sveitarfélögin komi með markvissum hætti að málaflokki utangarðsfólks. Samvinna hlutaðeigandi aðila er forsenda þess að hægt sé að virða mannréttindi alls utangarðsfólks í landinu. Vandinn er ekki einkamál borgaryfirvalda, ástandið er grafalvarlegt.

Ólöf Birna Björnsdóttir nemi og Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir félagsráðgjafi

 


Félagsráðgjafi ársins

Félagsráðgjafi ársins 2013 var tilnefndur í gær á afmælishátíð Félagsráðgjafafélagsins. Félagsráðgjafar ársins 2013 voru tveir í ár, þær Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir.

Vernd óskar þeim hjartanlega til hamingju.

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir hefur starfað sem félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Hún hefur verið ötul baráttukona fyrir bættri þjónustu við utangarðsfólk sem eru oftast langt leiddir vegna alkahólisma og ritað greinar í fjölmiðla um stöðu utangarðsfólks. 

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir situr í stjórn Verndar fangahjálpar, óskar stjórn Verndar henni sérstaklega til hamingju.

 

 


Fangelsið að Sogni


Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið og því þurfa fangar sem vistast þar að hegða sér á ábyrgan hátt og bera virðingu fyrir þeim reglum sem þar gilda. Aðbúnaður í fangelsinu er góður. Á Sogni er unnið eftir sérstaki umhverfisstefnu sem fangar taka virkan þátt í. Gert er ráð fyrir að vista 20 fanga á Sogni. Auk 18 herbergja eru þar viðtalsherbergi, setustofa, eldhús og borðstofa. 

Föngum er ætlað að stunda vinnu eða nám og við komu í fangelsið er hverjum og einum gert að skrifa undir samkomulag um vistunina. Fangar sjá sjálfir um eldamennsku, þrif, þvotta og annað er viðkemur almennu húshaldi og er markmiðið m.a. að þjálfa þá í lífsleikni. Þannig er lagður grunnur að því að undirbúa fanga til að koma út í samfélagið að nýju.  

Starfsmenn: Við Fangelsið að Sogni starfa samtals 8 fangaverðir undir stjórn Einars Vals Oddssonar, varðstjóra. Forstöðumaður er Margrét Frímannsdóttir.
 

Félagsráðgjafi ársins 2013

Félagsráðgjafi ársins 2013 var tilnefndur í gær á afmælishátíð Félagsráðgjafafélagsins.

Guðrún þorgerður Ágústsdóttir hefur starfað sem  félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða varð fyrir valinu. Hún hefur verið ötul baráttukona fyrir bættri þjónustu við utangarðsfólk sem eru oftast langt leiddir vegna alkahólisma.

 

Guðrún þorgerður Ágústsdóttir situr í stjórn Verndar fangahjálpar, óskar stjórn Verndar henni sérstaklega til hamingju. 

 

 

 

 

 

Þráinn Bj Farestveit


Höfðingleg gjöf

 

Alþjóða Sam-Frímúrarahreyfingin á Íslandi gaf fangahjálpinni Vernd á dögunum hálfa milljón króna. Stjórn Verndar þakkar þessa gjöf og mun ákveða hvernig henni verður varið til að efla starfsemi fangahjálparinnar. Alþjóða Sam-Frímúrarahreyfingin barst til Íslands árið 1921 og er mannræktarfélag sem byggir á ýmsum siðum og táknfræði. Hreyfingin heimilar bæði konum og körlum þátttöku og leggur ríka áherslu á jafnrétti. Öllum er heimilt að gerast félagar án tillits til litarháttar, kynþátta eða trúarskoðana. Nánar er hægt að lesa um Alþjóða Sam-Frímúrarahreyfinguna á Íslandi á heimasíðu reglunnar: http://www.samfrim.is

 


Starf fangaprests


Fangaprestur þjóðkirkjunnar sálusorgar fanga og fjölskyldur þeirra. Starfsvettvangur hans eru afplánunarfangelsi landsins en þau eru: Hegningarhúsið, sem er skilgreint sem móttökufangelsi og þangað koma fangar fyrst til afplánunar nema konur, fangelsið tekur 16 fanga; Kópavogsfangelsið, tekur 12 fanga, það er kvennafangelsi en þar eru einnig karlfangar; Litla-Hraun, þar er fangafjöldi alla jafna 80 auk gæsluvarðhaldsdeildar sem tekur níu fanga; Kvíabryggja, þar eru fangar 23; fangelsið á Akureyri en það tekur níu fanga.

Fangaprestur heimsækir fangelsin reglulega, alla jafna tvisvar til þrisvar í viku fer hann í fangelsið á Litla-Hrauni, vikulega í Hegningarhúsið og Kópavogsfangelsið. Heimsóknir eru tíðari ef svo ber við t.d. þegar alvarleg mál koma upp hjá föngum eða í fangelsunum. Fangelsið á Kvíabryggju er sótt heim á um sex vikna fresti og farið nokkrum sinnum á ári í fangelsið á Akureyri (að jafnaði á tveggja mánaða fresti.)

Einnig sinnir hann vistmönnum á áfangaheimili Verndar en þar eru samkvæmt samningi við Fangelsismálastofnun ríkisins fangar sem eru að ljúka afplánun og eiga allt að átta mánuði eftir af afplánuninni. Alla jafna eru á áfangaheimilinu um 15 – 20 menn í afplánun auk nokkurra sem eru í almennri vist. Þangað kemur fangaprestur vikulega og oftar ef með þarf.

Fangaprestur sinnir sömuleiðis réttargeðdeildinni að Sogni. Réttargeðdeildin er í eðli sínu sjúkrastofnun en þar eru vistaðir ósakhæfir fangar og í sumum tilvikum afplánunarfangar sem þar eru lagðir inn til skemmri eða lengri vistar vegna andlegra erfiðleika. Fangaprestur vitjar réttargeðdeildarinnar að jafnaði einu sinni í mánuði.

Fangaprestur sinnir aðstandendum fanga eftir því sem þeir leita til hans og í mörgum tilvikum hefur hann samband við þá að beiðni fanga eða annarra skyldmenna.

Sálusorgun fanga í gæsluvarðhaldi getur tekið mislangan tíma. Í mörgum tilvikum er um afar erfið mál að ræða og flestir gæsluvarðhaldsfangar glíma við mikla vanlíðan.

Fangaprestur er einnig formaður fangahjálparinnar Verndar og ritstjóri Verndarblaðsins. Einnig situr hann í húsnefnd áfangaheimilis Verndar.

Skrifstofa fangaprests er í Grensáskirkju og er viðtalstími alla virka daga frá kl. 9-12 og eftir samkomulagi. Sími á skrifstofu er 528-4429 en farsími fangaprests er 898-0110

 

www.kirkjan.is

Þráinn Bj Farestveit


Hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis

ARKÍS arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Dómnefnd kynnti þær tillögur sem bárust í samkeppnina við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Dómnefnd skipuðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður og sérfræðingur í innanríkis-ráðuneytinu, Páll E. Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður af ráðherra, Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður af ráðherra og tilnefndur af hálfu Arkitektafélags Íslands, Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir arkitektar.  Alls bárust átján tillögur, þar af tíu erlendis frá. Fyrstu verðlaun í samkeppninni fékk tillaga frá arkitektastofunni Arkís, höfundar hennar eru Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson arkitektar. Ráðgjafar voru Birgir Teitsson, Egill Guðmundsson og Friðrik Friðriksson arkitektar. Önnur verðlaun hlaut tillaga frá Arkitektur.is og þriðju verðlaun hlaut tillaga frá Teiknistofunni Tröð ehf. Sjá nánari upplýsingar á vef innanríkisráðuneytisins.

 


Persónuleikaraskandi efni

Sterar eru ávanabindandi

Útlitsdýrkunin tekur sinn toll - sterar - astmalyf - Dópsalar sjá oft um sterasölu.

Á Íslandi eru karlhormónar og sterar misnotaðir fyrst og fremst í sambandi við kraftíþróttir, lyftingar, vaxtarækt o.fl. Einnig er orðið áberandi að ungir menn eru farnir að nota stera til að verða stærri, sterkari og fallegri. Undanfarin ár hefur nýr hópur steramisnotenda orðið nokkuð áberandi, en það eru þeir sem misnota sterana til að ná betri árangri í starfi. Þarna eru á ferðinni dyraverðir, lögreglumenn og þeir sem sinna öryggisgæslu. Einnig er það vel þekkt að fíkniefnasalar misnoti stera til að auka sér kjark og kraft til að ná lengra í sínu starfi.

Hversu ávanabindandi eru sterar ?

Sterar geta verið mjög ávanabindandi og tekið er á steramisnotkun í meðferð hjá SÁÁ. Íslendingar eru mjög ginkeyptir fyrir patentlausnum og margir tilbúnir að reyna það sem boðið er á götum eða í heimahúsum. Alls konar töframeðul eru í boði, sem eiga að bæta allt milli himins og jarðar, og er óþarfi að nefna hér margt af því rusli sem finnst á markaðnum í dag og fólk greiðir stórfé fyrir. Flest af þessu er reyndar vita gagnslaus og oftast meinlaust í sjálfu sér, en stundum eru þessi efni skaðleg og geta jafnvel verið, eins og sterarnir, stórhættuleg. Það er lögð mikil áhersla á það í meðferð hjá S.Á.Á. að vera ekki að fikta við efni eða gera tilraunir á sjálfum sér með efni eða lyf, sem eru lítið rannsökuð og lítið er vitað um.

Hvað eru sterar ?

Þegar við ræðum um steranotkun og stera er yfirleitt átt við vefaukandi stera (anabóla stera) sem eru efnafræðilegar afleiður af karlkynshormóninu testósteróni. Helstu áhrif vefaukandi stera er að framkalla svokölluð nýmyndunar áhrif, vefjaaukningu, og því öflugri sem sterarnir eru því meiri eru karlkynsörvandi áhrifin. Vefaukandi sterar eru ekki bara misnotaðir af íþróttafólki og vöðvatröllum heldur nýtast þeir vel til lækninga. Til dæmis við að byggja upp vefi eftir slys eða við endurhæfingu eftir brjóstakrabbamein svo einhver dæmi séu tekin.

Skaðsemi stera

Hjartasjúkdómar, lifrar- og lungnasjúkdómar eru vel þekktir fylgikvillar steranotkunar og hefur leitt fólk til dauða hér á landi sem og annars staðar. Neytendur eru að slíta vöðvafestur og "eistun verða eins og baunir" eins og þekktur íslenskur læknir orðaði það. Þær aukaverkanir sem eru þó mest áberandi hjá þeim sjúklingum sem sækja þjónustu hjá SÁÁ eru þær persónuleikabreytingar sem verða hjá misnotendum.

Það hefur lengi verið áberandi á sjúkrahúsinu Vogi, að þeir sjúklingar sem misnota anabóla stera skera sig úr sjúklingahópnum. Í fyrsta lagi eru þessir ungu menn meiri misnotendur ólöglegra vímuefna en gengur og gerist meðal annarra sjúklinga okkar á sama aldri. Einnig er ljóst að þessi hópur er bráðari í hugsun og verkum, stundum árásargjarnari og framkvæma oft hlutina áður en þeir eru búnir að hugsa þá til enda, stundum með alvarlegum afleiðingum. Margir verða mjög fastir í steraneyslunni, má jafnvel tala um fíkn, þó ekki sé hér raunverulegt vímuefni á ferðinni. Það er þó athyglisvert, að menn fara í fráhvörf eftir langvarandi steranotkun, svefntruflanir, hjartslátur, þunglyndishugsanir o.fl., allt fráhvarfseinkenni sem eru vel þekkt eftir misnotkun vímuefna. Það er alveg ljóst, að óvirkir alkóhólistar verða að setja slíka stera á sinn bannlista ef þeir ætla að halda bata sínum.

Aðrar algengar aukaverkanir eru að eistu karlmanna geta minnkað við notkun á sterum. Bólur geta myndast og hárvöxtur aukist eða að notandi fái hárlos. Ekki er óalgengt að á karlmönnum myndist brjóst og að konur fái karlkynseinkenni.

Hvernig virka sterar ?

Íþróttafólk notar vefaukandi stera til að stækka vöðva, auka þyngd, styrkja sig, bæta hraða og þol. Sterunum er annað hvort sprautað í líkamann eða þeir teknir inn í pilluformi. Skammtarnir eru oft hundrað sinnum stærri en skammtarnir sem notaðir eru til lækninga. Notendur stera eru ekki í vafa um að notkun þeirra auki árangur. Vísindalegar rannsóknir hafa enn ekki sannað virkni þeirra að fullu.

Þeir sem misnota stera, fara yfirleitt mjög leynt með þessa neyslu og er hún jafnvel meira feimnismál en misnotkun ólöglegra fíkniefna. Þessir neytendur eru í mikilli afneitun á þær hættur sem steraneyslan hefur í för með sér, og reyna oft að réttlæta neysluna með því, að þeir noti sterana tímabundið og geri hlé á milli til að líkaminn jafni sig. Flestir telja sér trú um að þeir noti skammta sem eru undir hættumörkum. Sannleikurinn er sá, að flestir eru að nota þessi efni í jafnvel hundraðföldum þeim skömmtum sem líkaminn getur þolað og aukaverkanir eru margar mjög alvarlegar.


Fangelsið Sogni formlega tekið í notkun

Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri og byrjaði á því að forstöðumaður fangelsisins, Margrét Frímannsdóttir, bauð gesti velkomna og lýsti þeim endurbótum sem fram fóru á húsnæðinu. Til máls tóku Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, Ólafur Örn Ólafsson, sveitarstjóri Ölfushrepps, Sigurður Guðmundsson, formaður fangavarðafélgsins og sr. Hreinn Hákonarson, fangelsisprestur sem blessaði starfsemi fangelsisins. Í ræðu innanríkisráðherra kom fram að margar jákvæðar breytingar ættu sér nú stað í fangelsismálum á Íslandi og nefndi hann í því sambandi m.a. opnun fangelsisins, rýmkun samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit og ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði.Töluverðar breytingar voru gerðar á húsnæðinu sem áður hýsti réttargeðdeild sem nú hefur verið flutt á Klepp og var vistarverum fjölgað en áður voru vistaðir þar sjö einstaklingar. Vandlega var staðið að öllum undirbúniningi og er aðbúnaður í fangelsinu góður. Öllum þeim sem að verkinu komu er þakkað fyrir vel unnin störf. Gert er ráð fyrir að í fangelsinu verði allt að 20 fangar sem treyst er til þess að vistast í opnu fangelsi. Föngum á Sogni er ætlað að stunda vinnu eða nám og sjá fangar sjálfir um eldamennsku, þrif, þvotta og annað er viðkemur almennu húshaldi og er markmiðið m.a. að þjálfa þá í lífsleikni. Þannig er lagður grunnur að því að undirbúa fanga til að koma út í samfélagið að nýju.


Samheiti og önnur orð tengd fangelsi

Á Íslensku eru til mörg orð sem höfð eru um fangelsi. Mætti þar t.d. nefna hegningarhús, tukthús, betrunarhús og sakahús. Orðin steinn eða grjót (oftast með greini: steininn eðagrjótið) eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg 9, sem stundum er einnig nefnd Nían. Önnur orð tengd fangelsi eru t.d. Letigarður sem var vinnuhæli sem var sambyggt fangelsinu. ]Það orð var þó einnig haft um þurfamannahæli. Dýflissa er orð sem aðallega haft er um fangelsi í köstulum, svo er um svarthol og myrkvastofu, þó þau séu jöfnum höndum einnig höfðu um fangelsi almennt. Prísund er einnig haft um dýflissu, en sömuleiðis um hverskonar kvalarstað.


Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 7. júní kl.18:00
(Gamla rúgbrauðsgerðin) Í húsnæði (Vímulaus æska / Foreldrahús)

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.
 
Stjórnin

 

 

 

Þráinn Farestveit


Dómstólar

1. Áfangaheimilið er rekið fyrir þá sem eru að vinna að því að koma undir sig fótunum í samfélaginu og/eða til þess að koma í veg fyrir að viðkomandi einstaklingur tapi stöðu sinni í þjóðfélaginu. Staðurinn er heimili, ekki stofnun, þar sem tillitsemi og virðing fyrir öðrum einstaklingum er í fyrirrúmi. Dvöl er háð samþykki húsnefndar.

2. Gerð er krafa um að þeir sem koma til afplánunar hafi útvegað sér viðurkennda vinnu fyrir komu á heimilið, séu í viðurkenndri meðferð eða námi (heilsdagsskóla). Leggja þarf fram skriflega staðfestingu fyrir vinnu eða skólagöngu. Ekki er heimilt að taka sér frí úr vinnu eða skóla á meðan afplánun stendur. Eftirlit er haft með mætingu og ástundun bæði innan og utan heimilis.

3. Heimilismenn búa um rúm sín á hverjum degi og halda herber