Aðalfundur

Aðalfundur Verndar

 

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn  7 mai kl  18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit


Heimsókn á Vernd

Heimsókn á Vernd

 

Fimmtudaginn 11.júní komu í heimsókn Árni Múli Jónasson, Brynhildur Pétursdóttir og Páll Valur Björnsson. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsingamiðlun og fræðsla um úrræði Verndar.  Farið var yfir sögu Verndar og hugmyndafræði, þar sem framkvæmdastjórinn Þráinn Farestveit útskýrði stöðu mála. Gestirnir voru áhugasamir um stöðu Verndar og fjölda þeirra sem sækja í úrræðið.  Margt bar á góma meðal annars hvað væri til ráða og spurningar um það hvað helst einkenni þann stóra hóp sem kemur í gegnum úrræðið. Einnig hvað væri hægt að gera til að fækka endurkomum í fangelsi. Grunnurinn í starfsemi Verndar er hjálp til sjálfshjálpar þar sem einstaklinga fá stuðning til að fóta sig á vandrötuðum stígum samfélagsins. Þá var húsnæði Verndar skoðað og þótti gestum að húsnæðið væri að öllu leiti til sóma.


Um síðustu áramót biðu 460 einstaklingar

Þráinn FarestveitUm síðustu áramót biðu 460 einstaklingar þess að komast í fangelsi til að afplána fangelsisdóma sína. Af þeim höfðu 137 sótt um að afplána dóma sína með samfélagsþjónustu. 105 þeirra fengu beiðni sína samþykkta. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. 

Í svarinu kemur einnig fram að frá árinu 2010 hafa 1.025 einstaklingar hafið afplánun fangelsisrefsingar, sumir oftar en einu sinni. Mikill munur er á kynjunum en 937 karlar og 88 konur eru í hópnum. Flestir þeirra eru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 471 einstaklingur, en 9 voru á aldrinum 15 til 17 ára. Frá árinu 2010 hafa einnig 426 hafið afplánun fangelsisrefsingar með samfélagsþjónustu, sumir oftar en einu sinni. Í þeim hópi er kynjahlutfallið svipað eða 374 karlar og 52 konur. Um helmingur þeirra voru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 222 einstaklingar. Frá því í febrúar 2012 hafa 97 fangar lokið afplánun undir rafrænu eftirliti en þeim hefur farið fjölgandi. 

Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er einföld, öll fangelsi eru yfirfull, dómar eru að lengjast og málaflokkurinn hefur setið á hakanum árum saman. Fangelsismálastofnun segir að rúm 50 ár séu nú liðin frá því að ákveðið var fyrst að byggja nýtt öryggisfangelsi á Höfuðborgarsvæðinu.

Litla-Hraun hefur gegnt hlutverki stærsta öryggisfangelsis landsins um áratugaskeið en það hefur verið ljóst að það húsnæði hentar ekki sem öryggisfangelsi enda var hluti Litla-Hrauns byggt sem spítali og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerða eru. Alls eru sex fangelsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lokuð: Litla-Hraun, Fangelsið á Akureyri, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið í Kópavogi. Auk þeirra eru opin fangelsi að Sogni og Kvíabryggju og þá hefur úrræði Verndar verið yfirfullt samkvæmt upplýsingum frá  Þráni Farestveit framkvæmdastjóra Verndar. Til stendur að loka bæði Hegningarhúsinu og fangelsinu í Kópavogi. Þegar nýtt fangelsi verður opnað á Hólmsheiði,  Það er nú í byggingu og á að opna haustið 2015. Fangelsisrýmum fjölgar þá um 30 talsins.


Fangelsisminjasafn

Fangelsisminjasafn

Mjög víða í útlöndum er að finna söfn sem geyma sögu fangelsa. Stundum eru þessi söfn í gömlum fangelsum og geta þá safngestir farið um og skoðað hvernig aðbúnaði fanga var háttað. Að sjálfsögðu er að finna í þessum fangelsisminjasöfnum flest sem tilheyrði hversdagslegu lífi í fangelsum, tæki og tól, amboð og áhöld. Líka hvers kyns pyntingatól sem notuð voru fyrr á tímum enda þótt tilhneiging hafi verið til að farga þeim svo sagan yrði fegurri. Þessi söfn hafa þó nokkurt aðdráttarafl eins og Clink-fangelsissafnið í London. Í Danmörku var hluta af hinu kunna Horsensfangelsi breytt í fangelsisminjasafn sem er mjög nútímalegt. Af öðrum toga en þó mjög skyldum er í borginni Lviv í Úkraínu fangelsisminjasafn sem segir sögu fólks sem ógnarstjórnir nasista og kommúnista fangelsuðu og snertu greinarhöfund djúpt er hann skoðaði það fyrir fáeinum árum. 

Markmiðið með söfnum af þessu tagi er að varðveita og segja sögu fangelsa; vekja athygli á sögu fólksins sem var frelsissvipt og mannréttindum þess. 


Réttindi fanga

„Það er nauðsynlegt að einhver, ekki endilega allir en þó einhver, hafi áhyggjur af réttindum og fylgist með þróun aðstæðna þeirra frelsissviptu,“ segir Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vikunni þar sem hann spurði um innkaupastefnu og verðlagningu í versluninni Rimlakjörum á Litla-Hrauni. Helgi Hrafn segir spurningarnar sem hann lagði fyrir innanríkisráðherra hafa vaknað flokkurinn var að mynda stefnu Pírata í málefnum

fanga. „Það kom fram í samtölum okkar við fyrrverandi fanga að matarmálin voru þó nokkuð frábrugðin því sem fólk almennt heldur,“ útskýrir hann. Fyrirkomulagið er fínt að mati Helga en hann er hugsi yfir verðlagningu í versluninni og upphæð fæðispeninga sem fangar fái úthlutað. Hann segist hafa heyrt að fæðispeningarnir hafi ekki hækkað frá hruni og að vörur í Rimlakjörum séu ekki verslaðar í heildsölu heldur í næstu matvörubúð. 


„Ef þetta er rétt, þá er augljóst að raunverulegt fæði til fanga hefur minnkað gríðarlega síðustu ár,“ segir hann en um óstaðefstar upplýsingar er að ræða. „Þess vegna langaði mig að vita frá yfirvöldum fyrst og fremst hver raunin væri og hinsvegar annarsvegar hvaða valkosti fangar hefðu í þessari stöðu.“

Aðalsteinn Kjartansson visir.is

 

Þráinn Farestveit

 


„Eru fangelsismál í klessu á Íslandi ?“

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir fundi um fullnustu refsinga miðvikudaginn 22. apríl sl. undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál í klessu á Íslandi?“ 

Á mælendaskrá voru Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en hann fór yfir stöðu fangelsismála á Íslandi, Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar. 

Í erindi Páls kom meðal annars fram að fjármagn til málaflokksins hafi verið minnkað um fjórðung á síðustu árum þó að verkefnum stofnunarinnar hafi fjölgað. Þá hafi komið upp 20 tilfelli þar sem dómar fyrnast áður en sakborningar hefja afplánun. 

Þegar erindum var lokið voru líflegar umræður um málefni tengd fullnustu refsinga hér á landi. 

Frétt stöð 2


Rúmlega 450 bíða nú afplánunar

Rúmlega fimmfalt fleiri biðu afplánunar í fangelsum á Íslandi árið 2013 en árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá fangelssmálayfrvöldum bíða nú um 450 manns afplánunar.

Þar af eru um 390 sem þegar hafa fengið boðun um vistun í fangelsi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi og þar af eru sex einangrunarpláss og þrír klefar á öryggisgangi.

Föngum sem bíða afplánunar hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Árið 2006 biðu 105 dómþolar fangavistar en þeir voru 388 árið 2013. Í þessum tölum er einungis tekið tillit til þeirra dómþola sem ekki höfðu fengið boðun um fangelsisvist en nær daglega falla dómar þar sem dómþolar eru dæmdir til refsivistar í fangelsi.

Mbl.is

 

Þráinn Farestveit


Fluttningur fangelsismálastofnunar

Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun hefur nú flutt aðsetur að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi.
Sími : 520 5000 - Fax : 520 50195
 
 
Hlutverk Fangelsismálastofnunar ríkisins er

Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.

Hafa umsjón með rekstri fangelsa.

Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar.
Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta. Stefna og markmið

Tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Fangelsismálastofnun telur að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt.

Að lokinni refsivist snýr fangi aftur út í samfélagið og því er þjóðfélagslega hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu hans í fangelsi vegna nýrra afbrota. Fangelsismálastofnun telur mikilvægt að sett verði þau markmið að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti verði höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi verði aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín. Til að ná fram þessum markmiðum þarf að setja fram einstaklingsmiðaða áætlun um framvindu afplánunarferils sérhvers fanga í upphafi refsivistar. Áætlun þessi fæli í sér þætti eins og áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu til náms og/eða vinnu, sálfræðilegan, félagslegan og annan stuðning. Eftir þessari áætlun yrði síðan unnið með viðkomandi fanga á afplánunartímanum af menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og áætlunin endurskoðuð reglulega. Þegar kemur að lokum afplánunar viðkomandi yrði stuðlað að því, í samvinnu við fangann, að hann ætti fastan samastað, hefði góð tengsl við fjölskyldu og/eða vini, kynni að leita sér aðstoðar og næði að fóta sig í samfélaginu.


Langveiku börnin í fangelsum landsins

Pétur Blöndal Gíslason skrifar

Ef þú lendir í fangelsi einu sinni eru talsverðar líkur á að þú lendir þar aftur. Ef þú lendir þar aftur þá eru ansi góðar líkur á að þú lendir þar í þriðja sinn. Ef þú lendir þar í þriðja sinn eru sáralitlar líkur á að þú sleppir við að koma í fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda og svo framvegis. Strákarnir á Hrauninu, hverjir eru þetta? Hafa þeir valið þetta líf? Vöknuðu þeir einn daginn og hugsuðu:

Djöfull væri frábært að sitja inni svona eins og hálft lífið. Best að finna einhvern eiturlyfjabarón og biðja um vinnu.

Nei, það er ekki þannig. Mest eru þetta ADHD-strákarnir sem fóru í gegnum grunnskólann á rítalíni. Þeir voru lesblindir og lélegir í reikningi. Þeir eyddu löngum stundum á skólastjóraskrifstofunni, fengu refsingu fyrir allt sem úrskeiðis fór í skólanum, hvort sem sökin var þeirra eða ekki.

Þetta eru strákarnir sem komu alltaf of seint vegna þess að þeir þurftu að sjá sjálfir um að vakna og koma sér í skólann. Þetta eru strákarnir sem komu svangir og nestislausir vegna þess að í eldhúsinu heima var kókópuffspakkinn tómur og mjólkin súr á eldhúsborðinu.


Aðalfundur Verndar

 

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn 27, mai kl 18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit


Aðalfundur Verndar

 

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 5, júni kl 18.00

( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði ( Vímulaus æska / Foreldrahús )

 

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

 

Þráinn Farestveit


Hádegisfundur um fullnustu refsinga

Hótel Natura

Eru fangelsismá í klessu á Íslandi?

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi um fullnustu refsinga.

Miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 -13:30 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101.

Frummælendur:

  • Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, mun fara yfir stöðu fangelsismála á Íslandi.

  • Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, flytur erindi sitt: Ný úrræði – skilvirkari fullnusta refsinga.

    • Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, fjallar um fullnustuúrræði á vegum Verndar.

    Fundarstjóri:

    • Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR.

    Á eftir erindum verða almennar umræður og fyrirspurnir.

    Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.