1958 Heldur Þóra Einarsdóttir erindi á fundi Kvenréttindafélags Íslands og segir frá námi sínu í Danmörku. Hún hafði stundað nám í Kofoed-skólanum í Kaupmannahöfn en hann var líknarstofnun sem lagði sig fram um að hjálpa útigangsfólki og þeim er minna máttu sín. Þóra hafði líka kynnst dönskum samtökum sem aðstoðu fanga og fjölskyldur þeirra. Þessi danska fangahjálp bar nafnið Det danske forsorgsselskab. Fanghjálpin danska vann í nánum tengslum við yfirvöld og einstaklinga en voru frjáls félagasamtök. Ákveðið að undirbúa stofnun íslenskrar fangahjálpar og skyldi hún kölluð Vernd.

  • 1959 Stofnfundur Verndar var haldinn í Melaskóla hinn 6. apríl. Kosin var bráðabirgðastjórn og í henni sátu sr. Bragi Friðriksson, Þóra Einarsdóttir, Lára Sigurbjörnsdóttir, Rannvegi Þorsteinsdóttir og Benedikt S. Bjarklind. Þetta ár var haldinn framhaldsstofnfundur 19. október. Samtökin teljast vera stofnuð á þessum degi. Stjórn var kjörin: Þóra Einarsdóttir, sr. Bragi Friðriksson, varaformaður, Lára Sigurbjörnsdóttir, ritari og Benedikt S. Bjarklind, gjaldkeri. – Kvenfélög landsins voru öflugur bakhjarl sem samtökin Vernd áttu frá upphafi.
  • Jólanefnd Verndar hóf störf þetta ár og fyrsti formaður hennar var Sigríður J. Magnússon. Um 30 gestir komu á fyrsta jólafagnað Verndar.
  • 1960 Félagasamtökin Vernd taka formlega til starfa 1. febrúar og hefur sú hefð skapast að miða afmæli samtakanna við þennan dag og þetta ár. Lög Verndar voru sniðin eftir lögum sambærilegra samtaka á Norðurlöndunum. Í lögum samtakanna sagði m.a. að þau skyldu aðstoða hvern þann, sem tekið hefði út refsingu eftir dómi. Honum skyldi hjálpað yfir byrjunarörðugleikana svo hann gæti aftur unnið traust samfélagsins. Þá skyldi reynt að útvega honum húsnæði og vinnu. Einnig höfðu samtökin það markmið að ráðinn skyldi sálfræðingur til að veita skjólstæðingum samtakanna aðstoð. Markmið samtakanna var jafnframt að hafa áhrif á almenningsálitið föngum og aðstandendum þeirra til hagsbóta; efla og auka skilning á högum þeirra.

Þetta ár bættist líka Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögfræðingur, í lið Verndar.

 

  • Kristján Hannesson læknir tekur að sér skjólstæðinga Verndar sem ekki hafa fastan heimilislækni – margir þeirra höfðu glatað sjúkrasamlagsréttindum sínum og höfðu því ekki heimilislækni.
  • Samtökin opna skrifstofu í Aðalstræti 18 (Uppsalahúsið) 1. febrúar. Framkvæmdastjóri var ráðinn hálfan daginn og var það Axel Kvaran. Heimsótti hann fangelsin, ræddi við fanga, tók á móti fyrrverandi föngum og aðstoðaði þá á allan máta. Þóra Einarsdóttir vann á skrifstofunni frá upphafi. Þetta ár hóf líka ársrit samtakanna göngu sína og er það forveri Verndarblaðsins.
  • Áfangaheimili Verndar á Stýrimannastíg 9, Reykjavík, tekur til starfa hinn 1. nóvember. Borgarstjórn Reykjavíkur greiddi húsaleiguna og allt innbúið var gefið af fólki sem bar góðan hug til Verndar. Áfangaheimilið veitti útigangsmönnum húsaskjól og öðrum þeim er bjuggu við bág kjör. 
  • Kristjana Hjörleifsdóttir var ráðskona. Þrír stúdentar úr Háskóla Íslands tóku að sér húsvörslu.
  • Nokkur spilakvöld voru haldin að Stýrimannastíg og kvikmyndir sýnar.
  • Fataúthlutun tengdist starfi Verndar frá upphafi.
  • Skrifstofa Verndar flytur líka 1. nóvember að Stýrimannastíg 9.
  • Um 70 gestir komu á jólafagnað Verndar þetta árið.
  • 1961 Frá 1. júlí og til 30. júní 1962 dvöldu um 80 menn í mismunandi langan tíma á heimili Verndar á Stýrimannastíg 9.
  • Jólafagnaður Verndar var haldinn í þriðja sinn þetta ár í Góðtemplarahúsinu. Húsið var opnað kl. 15 en þá tóku gestir að streyma til að snyrta sig og hafa fataskipti því öllum sem vildu var boðinn nærfatnaður og ytri klæði eftir þörfum.
  • Það var sest að borðhaldi kl. 18 eftir að sr. Bargi Friðriksson flutti hugvekju og jólasálmar voru sungnir. Síðan tóku menn til matar síns en þetta var á matseðlinum: Spergilsúpa, hangikjöt með grænum baunum og kartöflujafningi og ís. Godrykkir, ávextir, sælgæti og sígarettur fengu allir eftir vild. - Ævar Kvaran las sögu meðan matast var.
  • 1962 Skúli Þórðarson ráðinn framkvæmdastjóri Verndar.

 

  • 1963 Ráðinn skrifstofumaður, Kristján Friðbergsson, á skrifstofu samtakanna. Starfaði hann til ársins 1964 en þá hóf hann rekstur á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn í Kumbaravogi.

 Þetta ár eru 85 félög í Vernd og um 500 félagsmenn.

 

  • Skrifstofa Verndar hafði afskipti af 193 einstaklingum, 38 komu úr fangelsum, 81 fyrrverandi fangar, og  af öðrum (einkum drykkjumönnum) 71
  • Þetta ár var fjöldanáðun vegna Skálholtshátíðar og losnuðu af Litla-Hrauni 17 menn og allir komu þeir til Verndar og leituðu aðstoðar.
  • 1964 Vernd missir húsnæðið á Stýrimannastíg 9 en þar var vistheimilið fyrir skjólstæðingana. Samtökin tóku á leigu tvö skrifstofuherbergi á Smiðjustíg 7
  • 1965 Nú eru 114 félög innan Verndar og um 600 félagsmenn.
  • ? Áfangaheimili Verndar flyst í Grjótagötu 14a og 14b.
  • 1967 Frú Hanna Johannessen tekur formannsstarfi jólanefndar Verndar. Jólanefndin undirbýr jólafagnað samtakanna og hefur það verið hin síðari ár í samvinnu við Hjálparæðisherinn. Skjólstæðingar Verndar sækja jólafagnaðinn og eins sér jólanefndin um útvegun jólagjafa handa föngum og pakkar þeim inn. Séra Árelíus Níelsson, flutti jólahugvekju á jólafagnaði Verndar fyrstu árin en hann var alla tíð dyggur liðsmaður samtakanna.
  • 1970 Séra Jón Bjarman var ráðinn til starfa hjá Vernd en hann hafði verið æskulýðs-
  • fulltrúi þjóðkirkjunnar. Ári síðar var hann skipaður í embætti fangaprests þjóðkirkjunnar.
  • 1973 Vernd tekur formlega að sér eftirlit með afbrotamönnum utan fangelsa.
  • 1974 Skrifstofa Verndar flyst í Gimli í Lækjargötu.
  • Þetta ár var Skilorðseftirlit ríkisins stofnað og var einnig með aðsetur í Gimli. Axel Kvaran var ráðinn forstöðumaður Skilorðseftirlits ríkisins en hann var dyggur liðsmaður Verndar. Fangaprestur þjóðkirkjunnar hafði einnig aðsetur í Gimli.
  •  
  • Þetta ár er Vernd sagt upp húsnæðinu sem samtökin höfðu í Grjótagötu 14b en þangað komu heimilislausa menn frá Litla-Hrauni. Það var þó sárabót að Vernd fékk tvö herbergi í Grjótagötu 9 og þar var komið upp aðstöðu til fataúthlutunar. Einnig var það ánægjuefni að í Grjótagötu 14b var komið upp heimili fyrir vegalausar konur en Vernd hafði einnig haft mikil afskipti af þeim.
  • 1975 Vernd eignast eigið húsnæði fyrir áfangaheimili að Ránargötu 10, kjallara og miðhæð. Húsið gat hýst 7 menn. Fataúthlutunin var í bakhúsi.
  • 1980 Frú Þóra Einarsdóttir, kosin heiðursformaður Verndar. Hilmar Helgason kjörinn formaður Verndar.
  • 1981 Hús Verndar við Skólavörðustíg 13a tekið í notkun en húsið var leigt og rúmaði það 10 menn. Um tíma voru tvö áfangaheimili á vegum Verndar, á Ránargötu og við Skólavörðustíg.
  • 1982 Jóna Gróa Sigurðardóttir kjörinn formaður Verndar og tekur við sem framkvæmdastjóri.

Björn Einarsson ráðinn félagsmálafulltrúi Verndar og dómsmálaráðuneytis.

 

  • 1984 Vernd sagt upp húsnæðinu á Skólavörðustíg 13a. Skrifstofa Verndar flyst í Skipholt 37.
  • 1985 Vernd eignast glæsilegt áfangahús að Laugateig 19 í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum, kjallari og ris – alls um 550m2. Stjórn ákvað á fundi sínum 5. júlí að kaupa húsið. Þann 3. nóvember fluttu fyrstu mennirnir af Ránargötu 10 inn á Laugateig. Fullbúið munu 18 menn geta búið í húsinu.
  • 1989 Frú Jóna Gróa Sigurðardóttir kjörin heiðursformaður Verndar. Birgir Þ. Kjartansson, kjörinn formaður og ráðinn framkvæmdastjóri Verndar.
  •  
  • 1994 Vilhjálmur Grímsson kjörinn formaður og ráðinn framkvæmdastjóri Verndar.
  • Þjónustusamningur gerður milli Fangelsismálastofnunar ríkisins og Verndar um vistun afplánunarfanga í áfangaheimili á Laugateig 19, undirritaður 6. desember.  
  • 1996 Skrifstofa Verndar flytur úr Skipholti 37 og að Skúlatúni 6
  • 2003 flytur skrifstoa Verndar frá Skúlatíni 6 inn á Laugateig 19

 

  • 1998 Samkomulag undirritað milli Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Fangelsismálatofnunar ríkisins og fangahjálparinnar Verndar um kynningu meðal fanga  og starfsmanna fangelsiskerfisins á þeirri aðstoð og þeim úrræðum sem Félagsþjónustan hefur fram að færa.
  • 1999 Hátt á annað hundrað gestir komu á jólafagnað Verndar og Hjálpræðishersins. Þetta var fertugasti jólafagnaður Verndar.
  • 2003 flytur skrifstoa Verndar frá Skúlatíni 6 inn á Laugateig 19
  • 2001-2021 hafa samningar um tíma vistmann lengst frá 3 mán´uðum í allt að 18 mánaðar dvöl.
  • Fyrsta janúar 2022 tók Vernd yfir allt rafrænteftirlit eftir að þjónustusamning vegna rafræns eftirlits var undirtaður á milli Fangelsismálastofnun og Vernd í lok desmeber 2021. Árið 2021 hóf Vernd skoðun og tilraunakeyrslu á rafrænum búnað sem nú er notaður. Þjónustan í samningi þessum felst í því að veita heildarlausn í rafrænu eftirliti sbr. lög um fullnustu refsinga nr. 15/2016.
  • 2022  Vistemnn á Vernd geta nýtt sér samning um dagsleyfi sem og helgarleyfi hafi einstakllingur unnið sér inn þann rétt áður en til dvalar kom.
  • 2000 Þráinn Bj. Farestveit kjörinn formaður og starfar sem framkvæmdastjóri Verndar.
  • 2001 Hreinn S. Hákonarson kjörinn formaður Verndar og Þráinn Bj. Farestveit ráðinn framkvæmdastjóri Verndar
  • Þessir hafa verið formenn fangahjálparinnar Verndar frá upphafi:

 

Þóra Einarsdóttir, 1959-1980

Hilmar Helgason, 1980-1982

Jóna Gróa Sigurðardóttir 1982-1989

Birgir Þ. Kjartansson, 1989-1994

Vilhjálmur Grímsson, 1994-2000

Þráinn Bj. Farestveit 2000-2001

Hreinn S. Hákonarson 2001-2012

Elsa Dóra Grétarsdóttir 2012-

 

Þessir hafa verið framkvæmdastjórar Verndar frá upphafi:

 

Axel Kvaran 1960-1962

Skúli Þórðarson, 1962-1964

Séra Bragi Firðriksson og Pétur Jónsson 1964 (október-áramóta)

Páll Gröndal, 1965-1967

Séra Brynjólfur Gíslason, 1967-1969,

Davíð Þjóðleifsson, 1969-1979,

Guðmundur Jóhannesson 1979-1982

Jóna Gróa Sigurðardóttir, 1982-1989

Birgir Þ. Kjartanssson, 1989-1994

Vilhjálmur Grímsson, 1994-2000

Þráinn Bj. Farestveit, 2000-

 

* Aths. Þeir sem hafa einhverjar athugasemdir eða leiðréttingar fram að færa varðandi annál þennan eru góðfúslega beðnir um að hafa samband við ritstjórn Verndarblaðsins.

 

Heimildir:

 

Af lífi og sál, Þóra Einarsdóttir í Vernd segir frá, Reykavík 1989

Vernd – tímarit – Reykjavík 1961

Vernd – tímarit – Reykjavík 1962

Vernd – tímarit – Reykjavík 1964

Vernd – tímarit – Reykjavík 1976

Vernd – tímarit – Reykjavík 1962

Vernd – tímarit – Reykjavík 1980

Verndarblaðið 2. tbl. 1983

  • - 3. tbl. 1983

·    - 3. tbl. 1986

 

Fundargerðarbók Verndar 1985-1995 og til dagsins í dag.

Hreinn S. Hákonarson