Sú ráðstöfun sem gripið hefur verið til á Litla-Hrauni, að vista fanga saman í klefa, er tímabundin að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Hann segir að það sé aðeins í fáum klefum sem þetta sé gert. Páll segir að þetta sé gert þar sem fangelsið á Akureyri sé lokað tímabundið vegna framkvæmda. Þeim framkvæmdum lýkur fljótlega og þá verða tiltæk að nýju tíu rými fyrir fanga í afplánun á Akureyri. Páll segir að þá verði ekki lengur þörf fyrir að vista fanga saman í klefa."Ástæðan fyrir því að gripum til þessarar ráðstöfunar var að tryggja að þeir sem eigi að afplána dóma geti hafið afplánun á réttum tíma," segir PállÍ yfirlýsingu á vef Afstöðu, félags fanga, segir að þetta fyrirkomulag bjóði heim kynferðisofbeldi. Yfirlýsinguna má lesa hér.Páll segir hins vegar að þeir fangar sem þurfi að deila klefa með öðrum séu vandlega paraðir saman til þess að sem minnstar líkur séu á árekstrum. Þá taki fangelsisyfirvöld einnig tillit til athugasemda frá föngum, finnist þeim öryggi sínu ógnað með þessari ráðstöfun.