AA-samtökin á Íslandi voru stofnuð 16. apríl 1954. Á Akureyri hafa þau verið starfandi samfleytt síðan 28. júní 1973, ásamt AlAnon-samtökunum, sem eru samtök aðstandenda vímuefnaneytenda. Þá eru einnig starfandi hér samtökin FBA, sem eru samtök fullorðinna barna alkohólista, svo og samtökin NA sem stendur fyrir Narcotics anonymus. Félagar koma saman til að samhæfa reynslu sína, styrk og vonir og styðja hvern annan til bjartara lífs. Fundir eru haldnir í Strandgötu 21, en að auki hafa AA-samtökin fengið aðstöðu til fundahalda í safnaðarheimilum Glerár- og Akureyrarkirkna. Til að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt; löngun til að hætta að neyta vímugjafa. Enginn er skráður og félagsgjöld eru engin. Nánari upplýsingar um fundatíma er að finna á http://www.aa.is.